Klukk á mig

Ég var klukkuð af Grumpu. Mér skilst að ég eigi þá að gefa upp átta staðreyndir um sjálfa mig. Síðan á ég að klukka átta aðra.... en ég held svei mér þá að allir bloggvinirnir mínir hafa verið klukkaðir, vegna þess að það virðist eitthvert klukkæði hafa gripið um sig í bloggheimum. Núna koma semsagt ýmisleg leyndarmál í ljós og þetta er nú kannski skárra en að tala bara um veðrið, sólina og hvort ég eigi að kaupa mér ís eða kassa af frostpinna (tek það samt fram að ég borða ekki alla frostpinnana í einu - bara svona til að halda reppinu).

1. Ég horfi á raunveruleikaþætti

2. Ég fermdist ekki

3. Ég er að hlusta á Josh Groban í vinnunni

4. Mér leiðist Batmanmyndir

5. Ég baka rosalega góðar ostakökur

6. Ég var vitstola AC/DC aðdáandi á unglingsárunum

7. Ég hef þekkt Grumpu í 23 ár

8. Ég sá aldrei Dirty Dancing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grumpa

jebb. við höfum þekkst alveg síðan ég var 6 ára, sem sagt í 23 ár

Grumpa, 17.7.2007 kl. 15:32

2 identicon

Góóóððð Grumpa!  Þetta nr. 6 er viðloðandi ástand :)

Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Ó fyrirgefðu Grumpa, ég meinti ég hef þekkt þig í 3 ár..... :)

Ruth Ásdísardóttir, 17.7.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband