Bara að segja hæ!

Ég veit svosem ekki hvað ég á að skrifa um þessa dagana annað en hversu veðrið er gott og hvað mér finnst það yndislegt. Ég vaknaði í morgun og leit ekki einu sinni út um gluggann, heldur klæddi mig bara í sumarfötin og setti á mig sólgleraugun. Hver hefði haldið að á Íslandi væri maður farin að búast við góðu veðri, sumar og sól?!
ég lifi á frostpinnum og ís þessa dagana og aldrei að vita nema maður missi nokkur kíló á þessu nýja matar - æði! :)

Annars er ferð í Flatey enn á kortinu og ég vona að við förum jafnvel næstu helgi ef allir eru í skapi. Ég er líka að fara í sumarfrí eftir þessa viku og ætla þá að gera eitthvað svakalega skemmtilegt, eins og að vera heima hjá mér í Reykjavíkinni og hanga í sveitinni á Eyrarbakka...Ekkert merkilegt þar svosem, vonandi bara að maður hitti fullt af skemmtilegu fólki og gamla vini! :)
Hafið það öll rosalega gott í dag!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Hæ hæ Takk fyrir síðast Hafðu það gott í blíðunni

Kristján Kristjánsson, 16.7.2007 kl. 14:43

2 Smámynd: Grumpa

KLUKK! þú hefur verið klukkaður af mér!

Fyrir ykkur sem ég klukka; Þið eigið að skrifa 8 hluti um ykkur sjálfar, klukka 8 bloggvini í sömu færslu og segja hver klukkaði ykkur líka. Þið verðið líka að skilja eftir einhvers konar klukk-komment í kommentakerfinu hjá ykkar fórnarlömbum.

Grumpa, 16.7.2007 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband