6.7.2007 | 23:38
How to survive a lit-major
Ég er bókmenntafræðingur og hef ósköp gaman af því að velta fyrir mér ýmsum máluefnum og kenningum. Stundum getur maður reyndar alveg gleymt sér ef maður er til dæmis að lesa áhugaverða bók um sænskt tungumál eða að kynna sér frásagnarhátt í fornkvæðum, eða kannski maður les um dauða Virgils þangað til maður fer að gráta....vegna þess hvað textinn er torskilinn, langur og fjötrandi.
Ég kom til dæmis núna í heimsókn til Thelmu systur og sagði henni frá þessari ótrúlega fersku og skemmtilegu kenningu um heftarann í vinnunni. En heftarinn virðist oft verða ákveðið tilfiinningartákn í frásögum og þá sérstaklega í kvikmyndum. Hver kannast ekki við að hafa séð kvikmynd þar sem einhver aðalhetjan gengur út úr skrifstofunni, miður sín yfir að hafa verið rekin/n - og stelur heftaranum í leiðinni! svona eins og það sé það eina sem tengir hann/hana við starfið, lífið fyrir utan eða kannski táknar heftarinn sjálfstæði af einhverju tagi. Stundum hafa meira að segja komið upp rifrildi um hver eigi að fá heftarann, fyrirtækið eða einstaklingurinn.....hm, kannski aðeins að missa mig í kenningunni hérna....
En lausnin sem Thelma kom með var að skrifa bók....um það hvernig venjulegt fólk eigi að lifa af samræður við bókmenntafræðing í ham! Hvernig á maður til dæmis að bregðast við ástríðufullum kenningarsmíðum bókmenntafræðingsins um heftarann í vinnunni?! Hverjum öðrum en bókmenntafræðingnum myndi detta í hug að skilgreina heftarann og sjá hann útfrá menningarfræðilegu og táknfræðilegu sjónarmiði?
Hvað á maður að gera þegar bókmenntafræðingurinn hittir mann á kaffihúsi, nýkominn úr tíma og blaðrar út í eitt um heimspekilega og sögufræðilega bók sem hann er að lesa á sænsku - um sænskt tungumál. Hvenær var til dæmis orðið hemmafru innleitt í sænskuna? Eða af hverju er orð til á sænsku sem heitir IKEA väder? o.s.frv.
Ég veit ekki hvort það yrði metsölubók, en ég gæti allavega greint hana útfrá bókmenntafræðilegu og menningarlegu sjónarhorni.....
Athugasemdir
Sko ég myndi ekki voga mér að skrifa svona bók um hvernig maður á að lifa af umgengni við bókmenntafræðing. Ég er viss um að þá myndi ástkær systir mín, hún Ruth, gjörsamlega missa sig í túlkunum á hvað ég væri eiginlega að meina og örugglega þýða svo bókina yfir á sænsku með tunguna út á kinn af spenningi yfir því að fá að gera eitthvað leiðinlegt við bækur :)
Thelma Ásdísardóttir, 6.7.2007 kl. 23:47
Ps. og nota bene þá held ég að fólkið sem er alltaf að reyna ræna hefturum í vinnunni sé bara að reyna spara sér smápening, ég meina góður heftari getur alveg kostað skildinginn...
Thelma Ásdísardóttir, 6.7.2007 kl. 23:49
Já, þeir sem stela hefturum eru þeir hinir sömu og kaupa 2 hægri skó á útsölu, bara af því að þeir voru svo ódýrir.
Monopoly (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 10:34
Hvernig er það, er hægt að panta bókina fyrirfram eins og Harry Potter bækurnar ?
;)
Áddni, 7.7.2007 kl. 12:52
Þið sem eruð að skrifa komment á blogg í dag.... ættu þið ekki að vera í giftingarveislu?? Mér skilst að þeir sem séu ekki að gifta sig séu í brúðkaupsveislu.... nema ég og örfáir aðrir sem eru allir að velta fyrir sér bókmenntalegum vísunum... Ahaaa! það má náttúrulega spyrja sig hvort við séum að detta niður í talnatrú eins og á miðöldum... 070707 hvað er svona merkilegt við það... hu!
Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:12
ó nei! nú fær maður laaaangan fyrir lestur frá Frú Bókmenntafræðingi hérna um uppruna talnatrúar og áhrifa hennar á sænskra málhefð
Grumpa, 9.7.2007 kl. 15:56
Jú, það er hægt að panta bókina fyrirfram og með því fylgir kvöldstund með bókmenntafræðingi (mér semsagt) þar sem hægt er að æfa sig í að nota bókina....Og FYI Grumpa, þá er talnaspeki ábyggilega mjög áhugaverð á sænsku..... :)
Ruth Ásdísardóttir, 10.7.2007 kl. 21:08
Eigðu góðan dag í dag
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.7.2007 kl. 14:08
Takk fyrir Elín og sömuleiðis! :)
Ruth Ásdísardóttir, 13.7.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.