26.6.2007 | 16:16
Góða veðrið á Íslandi
Sko, mér finnst að maður eigi að fá frí í vinnunni þegar það er svona gott veður.... Ég get ómögulega fundið mér ástæðu til að fá vinnubílinn lánaðan til að skreppa út í góða veðrið...þannig að ég sit föst á skrifstofunni!
Svo fær maður alltaf hálfgert panikkast þegar veðrið er svona gott, vegna þess að eins og allir Íslendingar vita að þá er skylda að eyða deginum/kvöldinu úti í svona flottu veðri, þannig að ég byrja alltaf á því að hugsa um milljón hluti sem ég get gert þegar ég losna af skrifstofunni. Á ég að fara í sund? Nei, ég fer út að hlaupa,....niður í bæ og kaupi mér ís...eða hitta vinkonu mína á kaffihúsi...grilla...út í bíltúr....út að labba í Nauthólsvík....á endanum verður maður svo uppgefin af öllu saman að maður fer bara heim og gerir ekki neitt... :)
Kannsi ég fari bara og kaupi mér ís, það er ágætist byrjun. :)
Njótið góða veðursins!
Athugasemdir
Já dásamlegt veður og aldrei slæmt að gæða sér að góðum ís í svona sól :)
Thelma Ásdísardóttir, 26.6.2007 kl. 16:54
Í guðanna bænum endilega njóttu veðursins! Og svo náttúrulega að fara extra varlega og ekki slasa þig í vinnuni :)
Áddni, 26.6.2007 kl. 22:06
Fyndið! Var ekki búinn að sjá þitt komment þegar að ég skrifaði þetta :) Var bara að taka eftir því núna :)
Kv, Árni
p.s. Það vantar alveg netfang svo að maður geti skráð þig á póstlista hjá einhverju rusl-apparatinu (hehe)
Áddni, 26.6.2007 kl. 22:44
Sendu mér endilega ruslpóst!! :) og kannski eitthvað skemmtilegt líka svona inn á milli! ; )
ruthasdisar@msn.com
Ruth Ásdísardóttir, 27.6.2007 kl. 11:49
hvað haldiði að ég hafi gert í dag? nú, ákvað að taka mér frí í vinnunni og hanga niðri í bæ og háma í mig ís
Grumpa, 29.6.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.