18.6.2007 | 16:37
Reykjanesviti
Ég fór með henni Lollu vinkonu út úr bænum í gær og við keyrðum hring á Reykjanesi. Við keyrðum fyrst niður í Grindavík og tókst nota bene að villast í bænum!!...Ég veit, en við erum semsagt búnar að sanna að það er hægt að villast í Grindavík. :)
En, við fundum leiðina að lokum og fórum veg númer 425 í átt að Reykjanesvita. ég var varla búin að sleppa orðinu um hversu fínn vegurinn væri að það tók við ,,vegavinna" sem var náttúrulega ekkert nema bara þvottabretti eins og það gerist verst. Opelinn greyið hristist allur til og frá og á tímabili hélt ég að hurðin bílstjóra megin væri hreinlega að detta af. En, á leiðarenda komumst við (og bílstjórahurðin), semsagt upp að Reykjanesvita. Þetta var æðislegt hreint út sagt. Við löbbuðum upp að vitanum og síðan að klettinum sem er hinum megin við og vísar beint út á sjó. Þar skiptum við liði og Lolla fór niður í fjöru á meðan ég klifraði upp á klettinn og settist þar á brúnina til að horfa út á sjó. Þvílíkur friður og sæla. Veðrið var æðislegt og ég gat setið þarna dágóða stund, alein með sjálfri mér og horft á náttúrufegurðina. Við vorum nú ekki aleinar þó, heldur voru þarna nokkrir túristar og alls kyns fólk. Og svo var þarna einn minkur sem var ekkert að spá í fólkið í kringum sig heldur gekk bara sallarólegur sína leið framhjá okkur túristunum og niður í fjöru. Hann stoppaði meira að segja aðeins fyrir framan Lollu, svona til að gefa henni sjéns á að taka af honum góða mynd. Alveg frábært hreint út sagt og ég verð að viðurkenna að maður lendir nú ekki oft í svona löguðu hérna á landi. :)
Síðan á leiðinni heim stoppuðum við og skoðuðum brúnna sem skilur að Evrópu og Ameríku. Við skruppum semsagt til Ameríku og til baka í gær. Ekki slæmt það.. :)
Vona að þið eigið góða viku!
En, við fundum leiðina að lokum og fórum veg númer 425 í átt að Reykjanesvita. ég var varla búin að sleppa orðinu um hversu fínn vegurinn væri að það tók við ,,vegavinna" sem var náttúrulega ekkert nema bara þvottabretti eins og það gerist verst. Opelinn greyið hristist allur til og frá og á tímabili hélt ég að hurðin bílstjóra megin væri hreinlega að detta af. En, á leiðarenda komumst við (og bílstjórahurðin), semsagt upp að Reykjanesvita. Þetta var æðislegt hreint út sagt. Við löbbuðum upp að vitanum og síðan að klettinum sem er hinum megin við og vísar beint út á sjó. Þar skiptum við liði og Lolla fór niður í fjöru á meðan ég klifraði upp á klettinn og settist þar á brúnina til að horfa út á sjó. Þvílíkur friður og sæla. Veðrið var æðislegt og ég gat setið þarna dágóða stund, alein með sjálfri mér og horft á náttúrufegurðina. Við vorum nú ekki aleinar þó, heldur voru þarna nokkrir túristar og alls kyns fólk. Og svo var þarna einn minkur sem var ekkert að spá í fólkið í kringum sig heldur gekk bara sallarólegur sína leið framhjá okkur túristunum og niður í fjöru. Hann stoppaði meira að segja aðeins fyrir framan Lollu, svona til að gefa henni sjéns á að taka af honum góða mynd. Alveg frábært hreint út sagt og ég verð að viðurkenna að maður lendir nú ekki oft í svona löguðu hérna á landi. :)
Síðan á leiðinni heim stoppuðum við og skoðuðum brúnna sem skilur að Evrópu og Ameríku. Við skruppum semsagt til Ameríku og til baka í gær. Ekki slæmt það.. :)
Vona að þið eigið góða viku!
Athugasemdir
Já þetta var æðislegt roadtrip þó svo við hefðum skoðað Grindavík aðeins betur en ætlunin var:) En við vitum t.d núna hvar löggustöðin og N1 sjoppan er
En Reykjanesviti og klettarnir þar hjá eru stórkostlegir, ég get bara rétt ímyndað mér hvernig er að vera þarna að kvöldi til þegar sólin er að setjast!!
Grumpa, 18.6.2007 kl. 19:17
Ég fór einu sinni (eða oftar) að Reykjanesvita þegar ég var krakki og man bara eftir brimi og mikilli orku. Það væri gaman að kíkja þangað aftur einhvern daginn:)
Thelma Ásdísardóttir, 18.6.2007 kl. 19:56
Enn góð hugmynd hjá ykkur. Reykjanesið er náttúrulega hálf óuppgötvuð paradís og þetta á allt eftir að breytast þegar suðustrandarveguinn kemur. Enn frábært að sjá mink í nærmynd... en hvað ef hann hefði haldið að þú væri lítil Lóa og bara bitið þig á háls. Hvað hefðir þú gert þá?
Linda Ásdíasrdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 10:56
Skal glöð taka að mér leiðsögustarfið næst þegar þú sérð fram á að villast í bænum. Skal ekki gera grín að þér - ég villtist nefnilega einu sinni í Sandgerði kV Birgitta aðalleiðsögukona Grindavíkur
Birgitta fyrrum HM gella (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:27
Merkilegt nokk er Reykjanesið ótrúlega fallegt og mikið að sjá þar, þó svo að við fyrstu sýn líti það út fyrir að vera afleiðingar kjarnorkustyrjaldar ;)
Áddni, 23.6.2007 kl. 08:38
Sæl elsku fallega Rut mín.
Ég er búinn að hugsa ofsalega mikið til þín síðustu daga. Spurning um að fara plana hitting svona hvað úr hverju, Auður Ester er að fara ein með flugvél norður á Akureyri. Ætlar að vera hjá ömmu sinni og afa næstu tvær vikurnar. Ég fer svo í sumarfrí í júlí, stúlkan er alveg að springa úr spenningi en mamman á eftir að sakna hennar alveg þvílíkt. Ótrúlegt hvað þessi stúlka er sjálfstæð, þó ekki verði meira sagt. Þannig að ég verð bara með eitt barn næstu tvær vikurnar, hann sonur minn á eftir að sakna systur sinnar. Gaman hvað þú segir skemmtilega frá öllu . Mann langar bara mest að skella sér í bíltúr þarna suður eftir. Heyrumst sæta mín bestu kveðjur frá Siggu vinkonu.
Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.