26.4.2007 | 17:16
Opel Astra!
Ég keypti mér bíl í fyrra. Og eins og titillinn gefur til kynna, þá var bíllinn Opel Astra. Mér leist vel á gripinn þegar ég keypti hann. Aksturinn var mjúkur, hann var 2000 árgerð sem virtist ekki svo gamalt - en þá var ég með nissan mælikvarða í huga - og hann var líka á útsölu, þannig að ég skellti mér á hann. Var reyndar svoítið hissa að ekki skuli hafa veirð geislaspilari heldur kassettutæki í bílnum (hver notaði kassettutæki í bílnum sínum árið 2000??? :)) En allavega. Fljórlega fór nú gamanið að kárna, og það heldur betur. Ég held að ég hafi ekki ekið eins mikilli druslu síðan ég keypti mér Citroen AXL árið 1992 og sá bíll eyddi meiri olíu en bensíni....
Á þessu eina ári sem ég er búin að eiga þennan bíl, þá er ég búin að eyða einum fjórða af kaupverði hans í viðgerðarkostnað. Og enn er þetta ekki búið vegna þess að núna seinast í morgun byrjaði hann að láta öllum illum látum, ljósin að blikka í mælaborðinu og hann hristist allur til í örvæntingarfullri tilraun til að halda sér í gangi.
Eins og verðið á bílaverkstæðum eru uppsprengdtí dag, og fyrir manneskju eins og mig sem veit ekkert um bílaviðgerðir, þá rukka bifreiðaverkstæðin alltof mikið og ég sit uppi með himinháan reikning. Ekki gaman, og svo plús auðvitað allur tíminn sem fer í þetta stand.
Ég er nefnilega nissan kona og hef ótrúlega góða reynslu að því að aka nissanbíl. En ég hef greinilega gert þau stóru mistök að villast út af hinum gullna nissanvegi og villst inn á Opel Astra!
Ég segi bara varúð við þá sem eru í bílahugleiðingum!
Athugasemdir
ég legg til að þú farir að deita bifvélavirkja
Grumpa, 26.4.2007 kl. 18:14
Eða taka strætó.
Linda Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:34
Ég vara við bíl sem heitir Volkswagen Caddy. Ég hef átt Ford Cortínu, Mazda, Ford Torino GT Super Sport, Lödu, Hyunda (sennilega vitlaust stafsett) og Peauget (sennilega líka vitlaust stafsett). En ég hef aldrei kynnst annarri eins hörmung og Voffanum. Rúðuþurrkurnar biluðu. Kaupa þurfti brakkett (60.000 kall), ljósin klikkuðu (60.000 kall), startarinn bráðnaði (60.000 kall) o.s.frv. Læsingar frjósa og verða óvirkar. Framhlið hanskahólfs datt af. Það er ekki hægt að skrúfa niður rúðu farþegamegin. Babú, babú, forðist Voffa!
Jens Guð, 27.4.2007 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.