22.4.2007 | 22:35
Sunnudagur
Í dag kom litli frændi minn í heimsókn til mín í Reykjavík, en hann býr sjálfur á Eyrarbakka með mömmu sinni og ömmu. Hann er tíu mánaða lítill snáði. Við löbbuðum saman niður í bæ (annað okkar í kerru reyndar) og Patrekur litli beið þolinmóður úti í vagni og horfði á alla bílana líða niður Bankastræti á meðan ég hljóp inn í Kaffitár og keypti mér cappuccino í götumáli. Þegar ég kom niður að tjörninni og ætlaði að sýna honum alla fuglana, sem reyndust vera mest megnis mávar, þá var litli anginn sofnaður. Hann náði þó að benda upp í loftið í svefni og segja Uhh þegar hann heyrði í fuglunum. Væntanlega kunnugur hljóðinu úr fjöruni á Eyrarbakka.
Annars var helgin góð í Reykjavík. Leigði mér mynd sem heitir Holiday á föstudagskvöldinu og hún var alveg yndisleg. Ekta amerísk að sjálfsögðu en verð að segja að Jude Law var mjög góður í henni.
Prófaði síðan að fara í badminton með vinkonu minni á laugardagsmorgninum og ég verð að viðurkenna að ég er með harðsperrur á undarlegustu stöðum í líkamanum! Ætla nú ekki að nefna neina sérstaka staði. En ég get alveg lofað að ég fer aftur. þetta var alveg jafn skemmtilegt og ég var búin að ímynda mér!
Ég vona að allir hafi átt yndislega helgi og ég óska öllum góðs mánudags!
Athugasemdir
Jamm, hann Patrekur, litli frændi, er óttaleg rúsína :)
Thelma Ásdísardóttir, 23.4.2007 kl. 21:15
Þetta hljómar mjög borgarrómatískt og gott ef ljóðin hans Tómasar Guðmundsonar ómi ekki í fjarska í bland við fuglagarg :) Þú hefur notið þess vel að frænkast og kynna Patta fyrir borginni.
En hvað meinar þú með því að þú prófaðir badminton... ekki þó í fyrsta sinn?
linda (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:53
ég átti líka voða fína helgi á Spáni :D
Grumpa, 23.4.2007 kl. 23:01
Fór í 3ja tíma göngutúr um miðborg Reykjavíkur og kom við í Bónus á Laugavegi. Hitti 18 Pólverja, 4 Indverja, 15 Letta, 10 Bandaríkjamenn, 4 Breta og 5 Þjóðverja (sem voru að skipta einum kleinuhring á milli sín). En ég hitti bara 2 Íslendinga, annar var strætóbílstjórinn sem keyrði mig og útlendinga í strætónum næstum í klessu og hinn var starfsmaðurinn á Bókasafninum sem ég kom við á. Vorið er greinilega ekki komið - úthverfaíslendingarnir ekki komnir niður í bæ.
Drífa Sig (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.