20.4.2007 | 08:18
Gleðilegt sumar
Dagurinn í gær var alveg yndislegur hreint út sagt. Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei upplifað áður svona góðan sumardaginn fyrsta. Ég var á Eyrarbakka og gat setið úti í sólinni og borðað hádeigsmat, borðað melónu og lesið blaðið. Ég var líka send út af húsráðanda og látin klippa limgerðið sem var nú hreint alveg yndislegt. :)
Ég vona svo sannarlega að sumarið verði gott og ég óska hér með öllum gleðilegs sumars!
Ég vona svo sannarlega að sumarið verði gott og ég óska hér með öllum gleðilegs sumars!
Athugasemdir
Já, gleðilegt sumar, þetta var dásamlegur dagur.
Drífa Sig (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 20:22
Ég átti mjög svo ánægjulegan sumardag á Spáni. Sól og 24 stiga hiti og smá andvari. Fullkomið veður til útibjórdrykkju :D
Grumpa, 22.4.2007 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.