17.4.2007 | 17:00
Berum virðingu fyrir lífinu
Mikið skelfilega er sorglegt að heyra um atburðina í Virginíu fylki! Það er með ólíkindum hvernig svona nokkuð getur gerst. Ég fór að hugsa hvað maðurinn ber oft litla virðingu fyrir lífinu, sem er náttúrulega það dýrmætasta sem við eigum í þessu lífi!
Í morgun, eins og alltaf á þriðjudagsmorgnum, voru Gunnar í Krossinum og Birgir Baldursson frá Vantrú að rífast enn og aftur um trúmál í morgunþættinum Bítið. Þeir voru að tala um að bera virðingu fyrir lífinu og í kjölfarið lýsir Birgir því yfir að allir geti og eigi að fremja sjálfsmorð ef þeim hentar og langar til að gera það. Ég legg þessi orð ekki í munn hans, en ég túlkaði þau þannig. Að ef maður er einmanna og hefur misst marga eða alla ástvini sína, þá sé eiginlega allt í lagi að enda þetta allt saman. Rétt eins og maður geti einhvern veginn bara hlaðið lífið upp á nýtt og komið aftur ef manni hentar. Þetta hljómaði svolítið eins og game over í tölvuleik. Svona eins og ekkert mál.....
Mér brá mikið við að heyra mann sem kallar sig vitiborinn segja svona hluti. Auðvitað eigum við ekki að hætta að trúa á æðri mátt og við eigum ekki að hætta að trúa á lífið! Er ekki einmitt það sem gerðist í Virginíu?! Er þetta ekki afleiðing þess þegar manneskjan hættir að bera virðingu fyrir lífinu, sjalfum sér og öllu öðru?
Berum áfram virðingu fyrir lífinu okkar. það er það dýrmætasta sem við eigum.
Athugasemdir
ER Birgir ekki bara of ungur til að skilja mikilvægi þess að halda lífi. Sjálfsmorð á aldrei að sammþykkja sem valkost en ég myndi óska aðstandendum þeirra sem fremja sjálfsmorð að samfélagið myndi ekki fordæma þá sem gera það eins og gert er í dag. Það ríkir mikil þögn um þessa sorglegu atburði í okkar samfélgi.
linda (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 17:16
Ég held að það sé ekki rétt mat hjá þér að gaurinn í Virginíu hafi hætt að trúa á æðri mátt og misst trúna á lífið. Þvert á móti var hann eitthvað að vitna í Jesú. Þessi atburður hefur samt ekkert með trúgirni eða trúleysi að gera. Drengurinn var einfaldlega veikur (geðveikur). Það var búið að skilgreina hann sem gangandi tímasprengju.
Ég tel að erfitt sé að setja samasemmerki á milli sjálfsvígs og trúhneigðar eða trúleysis. Lífsviljinn er ein af sterkustu og eðlislægustu hvötum mannsins. Boðefnaframleiðsla heilans þarf að vera töluvert brengluð til að slokkni á lífsviljanum.
Jens Guð, 20.4.2007 kl. 00:02
Mér finnst nú aðeins verið að leggja of mikið í það sem ég segi hér í bloggfærslu minni. Ekki misskilja mig. Ég er aðeins að segja að mér brá við þessar athugasemdir frá Birgi og þetta er á sama degi og þessi drengur í VA. fremur voðaverkið. Að sjálfsögðu erum við ekki að tala um að allir sem eigi við vandamál að stríða fari út í eitthvað svona. Enginn af okkur hér í bloggheimum getur gefið 100% mat á því hvernig þessi maður í USA var nákvæmlega að hugsa. aðalaatriðið í bloggfærslu minni er að segja að við eigum að bera virðingu fyrir lífinu. Þið hljótið nú að vera sammála því drengir góðir. :)
Ruth Ásdísardóttir, 20.4.2007 kl. 08:09
Sjálf er ég Búddisti og trúi á eilíft líf í formi endurholdgunar. Við semsagt fæðumst alltaf aftur og aftur. Þrátt fyrir það er mikil áhersla lögð á það innan búddismans að lífið er það dýrmætasta sem þú átt og eitt það versta sem þú gerir karmanu er einmitt að taka þitt eða annarra líf.
Væri gott ef að allir hefðu það að leiðarljósi. Ásamt virðingunni sem er svo gífurlega mikilvæg. Virðingu fyrir sínu eigin lífi og virðingu fyrir lífi annarra - lífi með öllu því sem það felur í sér.
Dísa (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:29
Sjálf er ég Búddisti og trúi á eilíft líf í formi endurholdgunar. Við semsagt fæðumst alltaf aftur og aftur. Þrátt fyrir það er mikil áhersla lögð á það innan búddismans að lífið er það dýrmætasta sem þú átt og eitt það versta sem þú gerir karmanu er einmitt að taka þitt eða annarra líf.
Væri gott ef að allir hefðu það að leiðarljósi. Ásamt virðingunni sem er svo gífurlega mikilvæg. Virðingu fyrir sínu eigin lífi og virðingu fyrir lífi annarra - lífi með öllu því sem það felur í sér.
Dísa (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:30
Sjálf er ég Búddisti og trúi á eilíft líf í formi endurholdgunar. Við semsagt fæðumst alltaf aftur og aftur. Þrátt fyrir það er mikil áhersla lögð á það innan búddismans að lífið er það dýrmætasta sem þú átt og eitt það versta sem þú gerir karmanu er einmitt að taka þitt eða annarra líf.
Væri gott ef að allir hefðu það að leiðarljósi. Ásamt virðingunni sem er svo gífurlega mikilvæg. Virðingu fyrir sínu eigin lífi og virðingu fyrir lífi annarra - lífi með öllu því sem það felur í sér.
Dísa (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.