Perla Reykjavíkur

Mikið er nú miðbær Reykjavíkur yndislegur staður. Hér úir og grúir af allskyns menningu og alls konar fólki. Ég settist inn á kaffihúsið í Iðu eftir vinnu núna í kvöld og fékk mér sesambeyglu og kaffi. Mér finnst þessi staður frábær, bæði vegna staðsetningar hans og líka vegna þess að hann er aldrei overcrowded, tónlistin er fín, þjónustan yndisleg og svo er aldrei leiðinlegt að sitja og horfa á mannlífið líða hjá á Lækjargötu.

Ekki er svo verra auðvitað að hafa allar bækurnar og öll blöðin fyrir neðan, svo maður geti nú örugglega freistast eitthvað svona eftir matinn. Smile

Ég sé líka að fyrsti vottur af ferðamannatímabilinu er að gera vart við sig í Reykjavík. Það sést í nokkra ferðamenn ganga um miðbæinn núna í heimskautaúlpunnum renndar alveg upp í háls, á meðan við á Íslandi rennum jökkunum niður eða sleppum úlpunni jafnvel alveg og förum bara út í peysunni. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Jamm, miðbærinn er alveg yndislegur staður. Einn af mínum uppáhaldstöðum í öllum heiminun...þess vegna fæ ég alltaf í magann þegar byrjað er að tala um að rífa húsin í miðbænum

Thelma Ásdísardóttir, 16.4.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband