Bloggleti

Ég fór austur á Eyrarbakka um helgina, einu sinni sem oftast. Það jafnast ekkert á við að sofa við sjávarniðinn, ljúfa rigningu og að vinna í þögninni og í nálægð við náttúruna. Og svo má ekki gleyma honum yndislega ljósengli honum litla frænda mínum Patreki, sem hlær allan daginn og er rétt byrjaður að standa og fikra sig eftir hlutum. Algjör rúsína hreint út sagt. Hann er nýbúin að læra að klappa, og gerir það nú við hvert tækifæri! Ég er orðin svo háð því að fara alltaf austur um helgar að mér líður nánast illa þegar ég eyði allri helginni í höfuðborginni. Samt langar mig ekki að flytja úr Reykjavík, það er bara svo gott að komast burt við og við til að hugsa og endurnæra sálina.
Ég hef þjáðst af undarlegri bloggleti og finnst eins og ég hafi ekkert að segja. En ég fékk áminningu um helgina, að ég ætti nú að fara að blogga, þó svo það væri ekki um neitt. En er nokkuð nokkurtíma um ekki neitt? Bara svona smá pæling á mánudagsmorgni. Vona að dagurinn verði öllum góður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gott að heyra frá þér elsku Ruth. Ég var farinn að sakna blogg frá þér :-) Og það er rétt hjá þér. Þetta er ekki blogg um ekki neitt :-) Hafðu æðislegann dag :-)

Kristján Kristjánsson, 16.4.2007 kl. 08:42

2 identicon

Velkomin aftur í bloggheim. Auðvitað er nauðsynlegt að finna þorpið í sálu sinni og flýja frá stórborgarafirringunni :)

linda (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband