Takk fyrir mig

Ég sagði frá óförum mínum í bankanum núna um daginn þar sem ég fékk vægast sagt mjög slæma þjónustu.
Ég vil hins vegar líka þakka fyrir mig, vegna þess að maður á líka að segja frá ef vel tekst til. :)
Ég lét vita um óánægju mína í bankanum og við því var vel brugðist. Þjónustufulltrúinn sem tók á móti mér í Kringluútibúinu og heitir Kristjana hjálpaði mér að vinna úr mínum málum og saman fundum við lausn á öllu saman.
Ég ætla því að halda áfram að eiga viðskipti við kaupþing.
Takk fyrir mig! :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já sem betur fer er fullt af fagfólki þarna úti sem kann að taka á málunum.  Líka gott að segja frá því sem vel er gert

Thelma Ásdísardóttir, 4.4.2007 kl. 16:26

2 identicon

Hæ Ruth mín.

Alltaf gott að fá góða þjónustu í bankanum sínum. Jæja nú verð ég bara að fara að hringja í þig og við að plana hitting. Algjör snilld að þú skulir vera komin með bloggsíðu. Hef þetta stutt að sinni og nú verðum við að fara hittast. Bestu kveðjur frá Siggu vinkonu.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Jens Guð

Það var gott hjá þér að láta vita af óánægju þinni.  Sumt fólk kann ekki að höndla minnstu völd.  Þá þarf það að upplifa valdið með því að tala niður til annarra.  Það er nauðsynlegt að kvarta undan og gera athugasemd við vonda framkomu.  Þetta hrokafulla fólk áttar sig sumt ekki einu sinni sjálft á því hvað það kemur leiðinlega fram. 

Jens Guð, 14.4.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband