Vændi og hvað svo?

Ég verð eiginlega aðeins að fá að tjá mig um þessa lögleiðingu vændis sem var hent í gegnum alþingi á seinasta degi. Mig langar bara að byrja á því að spyrja hvar stjórnarandstaðan var núna með málþóf og mótmæli? Og af hverju fékk þetta svona litla umfjöllun í fjölmiðlum?

Ég verð eiginlega bara að segja, að ég algjörlega og hreinlega skil ekki hvernig á þessu stendur. Hvernig dettur ráðamönnum þjóðarinnar í hug að gera þetta eftir alla þessa umræðu og allt sem á undan hefur gengið í samfélaginu? Þetta er jafn fáránlegt og að lögleiða kókaín eftir stóra kókaínmálið. Þetta er jafn fáránlegt og koma á fót einhvers konar aðskilnaðarstefnu hér þar sem erlendum aðilum yrði meinað að sitja fremst í strætisvagninum, mættu ekki kaupa sér bíla og að lögleiðing Kux Klux Klan færi í gegnum alþingi án þess að nokkur myndi mótmæla.

Mig langar að auglýsa eftir fylgjendum vændis, hér og nú. og mig langar að biðja þetta fólk að koma með haldbær rök fyrir því að þessi ,,iðn" sé virðingarverð og mannbætandi. Mig langar líka til að biðja þetta sama fólk að benda mér á manneskju sem hefur stundað vændi og er afar hamingjusöm og sátt við sjálfa sig. Enn langar mig að biðja þetta sama fólk að segja mér að það vilji sjá ástvini sína stunda vændi. Og þá kem ég aftur að því sem ég nefndi hérna í annarri bloggfærslu minni; þetta fólk sem styður þetta svona tryggilega á ábyggilega ekki ástvini, eiginkonur, dætur, systur, mæður, feður, syni, eiginmenn osfrv. sem stunda vændi. Staðreyndin er nefnilega sú að vændi og mansal að öllu tagi er mannskemmandi og einkennist af mannfyrirlitningu.

Það er ekki hægt að mótmæla þessu sem ég er að segja. Það er hreinlega ekki hægt. Við höfum jú öll frelsi til að eyðileggja líf okkar. En hvernig sem litið er á málið, þá er ekki hægt að segja að vændi sé mannbætandi og þetta sé virðingarvert starf. það verður líka að horfa hinu megin við borðið og sjá hlutina frá sjónarhorni þeirra sem stunda þetta auðvirðulega starf. Það er enginn heilvita maður sem stendur upp í þessu samfélagi og segir með stolti að dóttir hans/hennar stundi vændi.

,,Já, hvað gerir hún Gunna dóttir þín aftur?"
,,Jú, hún er nú hóra að líf og sál, henni finnst svo gaman að þessu blessunin".
,,Æ, flott hjá henni, minni dóttur langar svo líka að verða hóra, en hún er bara svo mikil tepra að hún hefur ekki byrjað á þessu ennþá....."

Og ef fylgjendur vændis vilja mótmæla þessu, þá langar mig að spyrja hvort einmitt þessir sömu aðilar höfðu ekki mjög hátt þegar fjölmiðlafræðingurinn sletti fram greiningu á forsíðu tískublaðs og kallaði fermingarstelpuna klámstjörnu (og hóru vildu sumir meina)? Það varð allt vitlaust yfir þessu máli og sumir gengu meira að segja svo langt að heimta að konan sú bæði föður stúlkunnar afsökunar. Nú er ég alls ekki að segja að þetta hafi átt rétt á sér, og er ég sammála því að það þurfi að tala varlega í kringum fólk. En ef það að vera klámstjarna og hóra á að vera svona uppi á yfirborðinu og sniðugt og venjulegt. Af hverju má þá ekki kalla alla stúlkur og konur hórur og vændiskonur?

Við lifum á tímum þar sem við vitum að eiturlyf eru mannskemmandi, áfengi getur orðið okkur að aldurtila, reykingar eru lífshættulegar, að deyða aðra manneskju er glæpur, að nauðga manneskju er einnig glæpur, kynþáttafordómar eru ekki löglegir, að misnota barn er glæpur, að stunda vændi er mannskemmandi og ekkert felst í því nema mannfyrirlitning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Já, ég var nefnilega alveg agndofa yfir þessu líka (eins og má sjá á blogginu mínu) en sá svo að þetta var ekki jafnslæmt og það leit út fyrir að vera. Það var þó undarlegt hvernig það var drifið í gegn án þess að klára málið. Í raun og veru var vændi ekki gert löglegt, heldur var refsiákvæðinu fyrir þolandann (þann sem selur líkama sinn) kippt út. Auðvitað hefði þá átt að klára málið og gera kaup á vændi refsiverð en í stað þess var bannað að auglýsa vændi. Milliganga var reyndar alltaf ólögleg en orðalaginu á því ákvæði var breytt þannig að orðið "vændi" var sett í stað orðsins "lauslæti". Við bíðum spennt eftir að fá bann við kaupum í gegn í haust. Það er jú það sem málið snýst um.

Ég tek undir með þér í sambandi við "fylgjendur" vændis. Ég veit ekki hvað býr í heilabúm slíks fólks en ég held þetta sé gott dæmi um fólk sem er skítsama um allt svo lengi sem það er ekki á þröskuldinum hjá því. Svo auðvitað þeir sem nýta sér þjónustu vændisfólks... "Hvorum hópnum tilheyrir þú?" væri góð
spurning.

Laufey Ólafsdóttir, 2.4.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Grumpa

þetta var drifið í gegn svo smúth og fyrirhafnarlaust að ég bara vissi ekki af þessu fyrr en löngu seinna. vissi reyndar ekki einu sinni að það væri eitthvað frunvarp í gangi um þessi mál. vonandi gengur svona smurt að rúlla í gegn þarfari málum eins og hækkun persónuafsláttar eða afnámi stimpilgjalda. það snýst að vísu hvort tveggja um peninga sem virðast skipta ráðamenn þessa lands meira máli en allt annað svo maður veit ekki

Grumpa, 2.4.2007 kl. 23:44

3 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Takk fyrir þetta innlegg Laufey! :) Varð að fá að pústa út um þetta mál og gott að heyra að þetta sé ekki svona afgerandi. Ætla að sjálfsögðu að kynna mér málið betur. Enda hlaut það að vera, það gat ekki verið að þetta væri með svona afegerandi hætti eins og virtist í fyrstu, að vændi væri semsagt bara lögleg iðn eins og hvað annað.

Ruth Ásdísardóttir, 3.4.2007 kl. 11:11

4 identicon

Mikið er ég sammála þessum pistli þínum Rut - þó að vissulega sé þetta ekki eins afgerandi og kemur fram hjá þeir eins og Laufey segir.  En þrátt fyrir það kemur þetta svo óljóst fram í lögunum að miklar umræður hafa verið um hvort hafi verið að lögleiða vændi eða ekki.  Og á meðan mörkin eru svo óskýr þá eru lögin ekki nógu góð.

Fann þetta blogg þitt í gegn um bloggið hennar Thelmu.  Ansi langt síðan ég hef séð þig en vonandi sjáumst við í afmæli um páskana :) 

Dísa (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband