Zero Sniðugt

Zero vit - Zero hliðhollt hugsandi fólki - Zero áhugi fyrir konur eins og mig sem hef gaman af rómantík, vil tala við kærasta minn, hætt að djamma og vil stunda kynlíf með góðum og yndislegum forleik.
Markaðssetning nýju kóktegundarinnar er að mínu mati fullkomlega misheppnuð. Það virðist sem þessi drykkur eigi einungis að höfða til mjög ungra karlmanna sem vita enn ekki hvað góður forleikur er og finnst ennþá sniðugt að koma illa fram við kærustuna sína, eða svo er þeim sagt. Er verið að gera lítið úr karlmönnum með þessari auglýsingu? Það er allavega greinilegt að ekki er verið að tala við mig í þessari auglýsingu...og ekki veit ég heldur í rauninni við hvern verið er að tala. Þetta er allavega að höfða Zero til mín sem neytanda.
Ætli Pepsí standi á bakvið þessa auglýsingu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já ætli þetta sé kannski pepsi auglýsing? Alla vega skilst mér að pepsi hafi sjaldan verið keypt af meiri móð, allir kælartómir hjá þeim. Trúlega margir sem vilja boycotta kók eftir þessar sérlega hallærislegu auglýsingar þeirra. Ég fæ léttan kjánhroll fyrir þeirra hönd, greyið þeir að vera svona gjörsamlega út á túni. En ekkert er svo með öllu slæmt... ég varð svo pirruð útí kók að ég hætti að kaupa "mitt kók" og af því mér finnst pepsi vont þá er ég hætt að drekka gos. Takk fyrir það Vífilfell! :)

Thelma Ásdísardóttir, 29.3.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Grumpa

Þessar auglýsingar eru gerðar af 15 ára unglingsdrengjum illa höldnum af gelgjunni og fáfróðari um ýmsar staðreyndir en þeir halda sjálfir. Það vita t.d allar konur og einhverjir þroskaðri karlmenn að brjóstahaldarar eru ekki með smellum heldur krækjum!

Grumpa, 30.3.2007 kl. 13:08

3 identicon

Og hingað kom hópur af háttsettum stjórnendum frá Coca Cola til að raða þessum glataða drykk upp í hillur. Hvað skyldi vera í þessu kóki víst fólk með 10.000 á tímann í dagvinnu kemur hingað til að raða í hillur? Maður bara spyr!!!

Drifa Sig (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 09:54

4 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Heimskulegar auglýsingar Zero viðskifti :-)

Kristján Kristjánsson, 31.3.2007 kl. 14:08

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Mér finnst alla vega Sprite Zero nógu ógeðslegt til að hafa zero áhuga á þessari vöru. Auglýsingarnar hjálpa ekkert. Ég er sammála þér í því að ég vil stunda kynlíf með forleik og hafa kókið mitt með sykri, ef ég þarf að vera að drekka það á annað borð, sem er frekar sjaldan. Sódavatn er líka mun betra

Laufey Ólafsdóttir, 2.4.2007 kl. 17:44

6 identicon

Reyndar er þessi drykkur svo bragðvondur að djöfullinn sjálfur fengi særindi í hálsinn ef honum biðist að súpá á - sem vel er svo sem mögulegt að hafi gerst - í þróunnarvinnunni. Þetta var sjálfdauð markaðssetnig á vondri vöru.

Guðmundur Br (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband