Ökuníðingar, standið upp!

Hafa ekki allir setið í kaffi í vinnunni og talað um ökuníðinga? Og ég er viss um að nánast allir eiga slæma reynslusögu úr umferðinni. En, hverjir eru þessi níðingar sem við erum alltaf að tala um?

 Ég fór á Eyrarbakka í gær einu sinni sem oftar og keyrði að sjálfsögðu Suðurlandsbrautina og fór Þrengslin. Veðrið var hvorki brjálað né skall á blindhríð án viðvarana, en það rigndi hins vegar mjög mikið, skyggnið var ekki fullkomið og mikið vatn hafði safnast saman í hjólförin á veginum, auk þess sem umferðin var þétt og mikil. 

En viti menn, framúr stórum bílum sem smáum flugu stórir jeppar og skeyttu engu um hvort bíll var að koma á móti eða ekki. Engu skiptir að þessir menn/konur eru að stofna lífi ALLRA í kringum sig í hættu. Þessir ökuníðingar víluðu ekki við sér að snarhemla og smeygja sér á milli bíla þar sem bilið var svo lítið að nánast ekkert hefði mátt útaf bregða til að valda stórslysi!

Ég tek það fram að þetta voru ekki unglingar nýkomnir með bílpróf, heldur var þetta fólk á stórum og dýrum jeppum og fjölskyldubílum. Ég bara spyr, hvaða fólk er þetta eiginlega? Eftir alla þessa umræðu um Suðurlandsveginn og ég tala nú ekki um þau hörmulegu slys sem orðið hafa á brautinni, hverjum dettur þá í hug að keyra svona? Mér er spurn. 

Annars langar mig bara að segja að það verður að fara tvöfalda brautina. Það stoppar kannki ekki ökuníðingana, en þeir eru allavega ekki að hætta lífi eins margra með ökulagi sínu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Já ég skil ekki alveg þennan hamagang í fólki. Það hlýtur eitthvað gríðarlega mikilvægt að bíða eftir fólkinu sem keyrir svona, fyrst fólk er reiðubúið að hætta lífi og limum, sínum eigin og annara til að komastá milli staða. Samt held ég það sé ekki málið, trúlega bara stress í liðinu.

Thelma Ásdísardóttir, 26.3.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Grumpa

Eftir að ég fór að ferðast um á minni fjallavespu komst ég að því að verstu ökuníðingarnir eru miðaldra karlar á stórum jeppum.

Grumpa, 26.3.2007 kl. 21:43

3 identicon

Ég get orðið alveg rosalega reið út í svona fávita þegar ég er að ferðast með lítinn 9  mánaða gamlan son minn í umferðinni. Þetta er vítaverð hegðun, og þetta fólk gæti allt eins hent sér inn í mannþröngina á menningarnótt með flugbeitta hnífa í sitthvorri hönd. Þetta er álíka gáfulegt "risk". Þeir sem  gera þetta eru ýmist ungir guttar sem hafa ekki enn áttað sig á alvöru málsins og taka lífinu enn sem gefnu og svo hinir sem eru að tapa sér af stressi og álagi og taka svo út góða og væna syrpu af útrás þegar sest er undir stýri. Svo má ekki gleyma háöldruðu fólki sem má ekki keyra lengur en hlýðir því ekki og keyrir eins og um ölvaða manneskju væri að ræða ( ég veit að það er kannski ljótt að segja þetta en ég er bara of oft að sjá þetta á vegum hér úti á landi).  Það ætti að setja upp fleiri skylti sem sýna danarfjöldan í umferðinni ár hvert.

Íris (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband