20.3.2007 | 09:33
Smá um trúarbrögð
Þó ég ætli nú ekki að fara út í neina stórkostlegar umræður um trúarbrögð, þá langar mig bara aðeins að minnast á umræðu sem átti sér stað í útvarpsþættinum Í bítið á Bylgjunni bæði í gærmorgun og svo aftur núna í morgun. Tveir menn frá sitthvoru trúarfélaginu sátu og rifust um það hvor trúin væri nú betri og þar fram eftir götunum. Þetta voru Gunnar í Krossinum og fulltrúi frá félagi sem kallar sig Vantrú http://www.vantru.is/
Fyrst áttu þeir bara að vera í gærmorgun en Heimir Karlsson, stjórnandi þáttarins sá að það þýddi greinilega ekki að gefa svo viðamikilli umræðu einungis tíu mínútur þannig að hann bauð þeim aftur í morgun. Ég hlustaði á mennina hreinlega rífast um þetta á meðan ég keyrði í vinnuna í morgun.
Ég verð að segja að rökin sem báðir þessir menn komu með var einstaklega furðuleg ef satt skal segja. Þeir virðast báðir vera öfgana á milli. Annar trúir á Guð og biblíu, hinn á andstæðuna, þ.e. ekki Guð og ekki biblíu. Þeir eru semsagt báðir öfgatrúarmenn. Allt í fína með það. Ætla ekki að leggja fram neinn dóm um það, en ég get ekki annað en fundist svona umræða/rifrildi svolítið hjákátleg(t). Allir hafa rétt til að trúa því sem þeir vilja, svo framalega sem það beinlínis skaðar ekki aðra. En ekki bara það, heldur var líka svolítið skondið að hlusta á þessa fullorðnu menn hreinlega rífast eins og í grunnskóla um það hvor þeirra Guð væri nú sannari, skemmtilegri, vitrænni og manneskjulegri.
Og svona til að enda þetta, þá ætla ég nú alls ekki að halda því fram að það skaði ekki fólk að trúa. Vegna þess að ég veit ekki betur en að mesta mannfall mannkynssögunnar sé af völdum mismunandi trúar, í hvers konar líki sem hún birtist. Nýjustu trúarbrögðin eru peningar, og nú í dag eru karlmenn, konur og börn að falla umvörpun vegna þessa nýja Guðs. Ég held eiginlega að ekki sé hægt að afgreiða svona mál á tveimur dögum, tíu mínútur í senn. Áhugaverð tilraun þó verð ég að segja.
Athugasemdir
Ég hlustaði líka á þá félaga Gunnar í Krossinum og Birgi Baldurs. trommara á Bylgjunni í gærmorgun og svo aftur í morgun. Þeir eru báðir miklir öfgamenn, ekki síður Birgir sem fór að blanda íslam inn í sitt öfgafulla trúleysi í morgun. Ég á þó betur með að skilja Gunnar því að hann talar mun skýrar, enda vanur predikari. Birgir er ekki eins rökfastur, en hann er þrælgóður trommari og stendur sig vel í barnaleikritinu Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Ætli hann sé búinn að bjóða gunnari vini sínum á leikritið ?
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:50
Já alveg makalaust hvað fólk getur orðið æst ef aðrir trúa ekki því sama og það sjálft. Furðulegt líka hversu margir halda að ef þeir/þær bara rífist nógu mikið og hátt þá sé hægt að breyta skoðunum annara, jafnvel án þess að vera með nokkur haldbær rök af neinu tagi.
Thelma Ásdísardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 09:50
Velkomin á bloggið. Sýnist á fyrstu pistlunum að þú hafir margt fróðlegt til málanna að leggja
Fyrir mér eru það grundvallar mannréttindi að eiga mína trú í friði. Vel mér því viðmælendur varlega ef ég tek þátt í umræðu um trúmál. Ég er nefnilega ekki tilbúin að láta einhvern úthúða því sem er mér heilagast í mín eyru. Treð ekki minni trú upp á aðra og ætlast til að fá að vera í friði með mitt. Mér leiðist almennt þegar einstaklingar tala niður til þeirra sem hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir en er óvenjuviðkvæm fyrir því þegar þessari aðferð er beitt hvað varðar trú manna. Ég hefði sjálfsagt ekki haft taugar í að hlusta á þessar umræður þeirra Gunnars og Vantrúarfélagans - hefði orðið svo pirruð !
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.