Bækur, Bækur og aftur Bækur

Ekki þarf að efast um ást mína á bókum!! Ég er óskaplega hamingjusöm í dag vegna þess að ég var á mínum fyrsta Skruddu fundi í gærkvöldi, en það er nýi lesklúbburinn sem við vinahópurinn stofnuðum okkur til fræðslu og yndisauka.
Ég missti af stofnfundinum og tók því ekki þátt í að semja reglurnar sem hægt er að lesa á blogginu hans Kidda (sjá til hliðar). En mikið var yndislegt að sitja langt frameftir kvöldi og ræða allt milli himins og Jarðar. Það höfðu allir eitthvað að segja og það var bara yndislegt að hlusta á svo mörg sjónarhorn og skemmtilegar pælingar.

Við lásum annars bók sem heitir Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og öllum sem lásu hana þótti hún ansi góð. Sumum fannst hún reyndar hökta svolítið á köflum, en allir voru sammála um að hún er mjög vel skrifuð og mér finnst mjög vel farið með sjónarhorn inúítana. Mæli bara eindregið með Vilborgu Davíðsdóttur. Vil tvímælalaust lesa meira eftir hana.

En svona talandi um bækur. Þá æxlaðist það nú einhvern veginn þannig, að mitt í allri sunnudagsletinni fann ég bókina um Kristjönu F. upp í bókaskáp. Þá bók hef ég alltaf lesið með vissu millibili í gegnum árin og það er gaman frá því að segja að viðhorf mitt er alltaf breytt, eða einhvern veginn öðruvísi í hvert skipti sem ég les þessa bók.
En, það merkilega við lestur bókarinnar núna er að mér datt í hug að Googla stelpuna og var algjörlega sannfærð um að hún hefði dáið í kringum árið 1986. Ég man meira að segja eftir fréttum þar sem sagt var frá andláti hennar. En, nei, hún er á lífi og á meira að segja 10 ára gamlan son og lifir svona þokkalegu lífi virðist vera.
http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=135544693

Ég verð að segja að þetta gjörbreytir hugarfari mínu við lesturinn. Nú er meiri von í textanum og mér líður betur þegar ég veit að hún kemst upp úr andstyggðinni í lokin. Hún á örugglega alltaf erfitt með að lifa með reynslu sinni, en núna veit ég allavega að bókin endar ekki með dauða hennar.

Annars svona til að ljúka umræðu minni um nýstofnaða bókaklúbbinn, þá var afráðið í gærkvöldi að næsta bók sem lesin verður er Pride and Prejudice. Það verður ansi áhugavert er ég hrædd um. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og mig hlakkar til þess næsta :-)

Kristján Kristjánsson, 19.3.2007 kl. 23:40

2 identicon

Mér finnst bæði merkilegt að Kristjana skuli vera á lífi og einnig að hún (eða einhver fyrir hana) skuli halda úti  vefsíðu um hana. Hennar raunveruleiki var ansi fjarri íslenskum heimi þegar ég las bókina í denn en ýmislegt breyst síðan. (annars dettur mér alltaf í hug Bubbalög þegar ég hugsa um þessa bók... merkilegt) Allir unglingar gleyptu þessa bók í sig þá en var þetta ekki þokkalega ljót bók.... örugglega bönnuð börnum innan 12 ára.

Hroki og hleypidómar, hrein snilld sú saga og svo er spurninginn við hvern á titillinn?

linda (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 23:49

3 identicon

Hroki og hleypidómar, frábært val. Hlakka til að lesa þá bók

DrífaSig (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband