Nýtt Blogg

Sæl veriði,
Ég ákvað að stofna blogg hér vegna þess að mér finnst afskaplega gaman að fylgjast með umræðunum hér og það er margt fróðlegt sem kemur hér fram. Mig langar að taka þátt í umræðunni og til þess var þetta blogg stofnað. Venjulega þegar maður bloggar um lífið og tilveruna hættir maður sér oft til að fara út í mikla brandarsmíð og oft og tíðum skapast ekki viðeigandi andrúmsloft til að ræða alvarlegri hluti sem eru að gerast í samfélaginu, utan þess og innan. Semsagt, til þess er þetta blogg stofnað. Vettvangur minn til að ræða hin ýmsu mál frá helst öllum sjónarhornum.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Velkominn Ruth. Ég er búinn að vera hérna í nokkra daga og líkar vel. Hér er mikið af áhugaverðu fólki og fullt af skemmtilegum umræðum í gangi.

Kristján Kristjánsson, 13.3.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Ruth Ásdísardóttir

Takk fyrir það Kiddi minn. Líst bara vel á og hlakka til að ræða og skoða ýmislegt.

Ruth Ásdísardóttir, 14.3.2007 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband