Gott að hafa í huga í kreppunni

Það er hreinlega skelfilegt ástandið!! Það er bara þannig. Manni er algjörlega hætt að standa á sama um ástandið í þjóðfélaginu og þetta er hætt að vera fyndið.

En, þrátt fyrir að gjaldmiðillinn okkar hrynji, þá táknar það ekki að líf manns hrynji til grunna. Við mannfólkið eigum það nefnilega stundum til að skilgreina okkur eftir eignum okkar og fjárráði. Ef hinn eða þessi á mikinn pening (pappírssnifsi eða tölur á tölvuskjá), þá er oft talið að sá hinn sami sé eitthvað verðmætari mannvera að meiri manneskja.

En, það er náttúrulega aldrei það sem skiptir máli. Það sem skiptir mestu máli er ró í huga og frið í hjarta. Það þarf enga peninga til að öðlast það. Lífið er alltaf ókeypis en lifnaðarhættir kosta peninga.

Gangi ykkur öllum vel og ég vona að enginn sé dottin ofan í svartnætti. Við höfum lifað af verri tíma en þetta. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Já, fór í Bónus í dag og verslaði inn helling......en sleppti Ben & Jerry´s því nú þarf að spara. Ég ætla að vera dugleg að eyða ekki peningum næstu misseri.....

Íris Ásdísardóttir, 2.10.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband